Viðskiptaráð Íslands

Eflum samkeppni - aukum skilvirkni

Morgunfundur um hvernig efla megi samkeppni og auka skilvirkni á Íslandi. Fundurinn fer fram 27. mars næstkomandi, frá 08:30 til 12:00, á Hilton Reykjavík Nordica.

Hvernig er hægt að efla samkeppni og auka skilvirkni? Um þetta verður rætt á fundi á Hilton Reykjavik Nordica, Suðurlandsbraut 2, fimmtudaginn 27. mars. Fundurinn er á vegum Háskólans í Reykjavík, í samstarfi við SA, SAF, SAMORKU, SFF, SFS, SI, SVÞ og Viðskiptaráð. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra flytur opnunarávarp.

Framsögumenn verða:

  • Antoine Winckler
    Yfirráðgjafi hjá Cleary Gottlieb Steen & Hamilton
    EU merger control, a procedural analysis: what works and what doesn‘t?
  • Katie Curry
    Hagfræðingur / meðeigandi hjá RBB Economics
    Merger control and international competitiveness: conflicting priorities?
  • Heimir Örn Herbertsson
    Sérfræðingur í samkeppnisrétti við Háskólann í Reykjavík og hæstaréttarlögmaður
    Merger control enforcement in Iceland – the eye of the needle?

Að erindum loknum verða pallborðsumræður framsögumanna ásamt Páli Gunnari Pálssyni, forstjóra Samkeppniseftirlitsins. Fundarstjórn og stjórn pallborðsumræðna verður í höndum Ásu S. Hallsdóttur, yfirlögfræðings samkeppnismála hjá Volvo í Svíþjóð.

Húsið opnar kl. 8:30 þar sem boðið verður upp á morgunmat fyrir alla fundargesti. Dagskráin hefst svo stundvíslega kl. 9 og lýkur kl. 12.

Skráningu á viðburðinn má nálgast hér.

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024