Viðskiptaráð Íslands

66°Norður bauð heim hópi forstjóra og frumkvöðla

Á dögunum fór fram viðburðurinn Ný-sköpun Ný-tengsl sem er samstarfsverkefni Viðskiptaráðs Íslands og Icelandic Startups. Markmiðið er að leiða saman þaulreynda stjórnendur og frumkvöðla. Er þetta í ellefta sinn sem viðburðurinn er haldinn. Að þessu sinni tók Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66N, á móti hópnum í höfuðstöðvum fyrirtækisins þar sem efnt var til ánægjulegrar kvöldstundar.



Myndir frá viðburðinum má sjá hér.

Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður Viðskiptaráðs Íslands, kom inn á mikilvægi nýsköpunar fyrir samkeppnishæfni landsins og ítrekaði ánægju ráðsins með viðburðinn og samstarfið við Icelandic Startups en viðburðurinn hefur leitt af sér gríðarlega mikilvæg tengsl fyrir hvort um sig rótgróin fyrirtæki sem vilja aukna nýsköpun innan sinna raða og sprotafyrirtæki sem þurfa reynslumikið og breitt bakland þegar fyrstu skrefin eru tekin.

“Öll fyrirtæki byrja sem hugmynd. Þegar hjólin fara að snúast þurfa frumkvöðlar að taka fjölmargar ákvarðanir sem snúa að stefnumótun, verkferlum, ráðningu starfsmanna, sókn á erlenda markaði og svo framvegis. Það getur því verið dýrmætt að fá tækifæri til að leita í reynslubanka fremstu stjórnenda landsins sem eru tilbúnir að miðla þekkingu, reynslu og tengslaneti.” - Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Startups

Myndir frá viðburðinum má sjá hér.

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024