Davíð Steinn Davíðsson hefur tekið til starfa á hagfræðisviði Viðskiptaráðs Íslands. Áður starfaði hann hjá Arev Verðbréfafyrirtæki og Landsbanka Íslands auk þess sem hann sinnir stundakennslu við Háskólann í Reykjavík. Davíð nam hagfræði og frönsku við Háskóla Íslands.
Um leið tekur Frosti Ólafsson við stöðu aðstoðarframkvæmdastjóra Viðskiptaráðs Íslands. Frosti hefur starfað sem hagfræðingur ráðsins frá árinu 2006.