Viðskiptaráð Íslands

Morgunverðarfundur með Seðlabankastjóra

Þriðjudaginn 18. nóvember stendur Viðskiptaráð fyrir árlegum morgunverðarfundi í tilefni útgáfu Peningamála. Þar mun Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands, ræða um hagstjórnina. Þeir sem taka til máls í umræðum að lokinni framsögu eru:

• Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans
• Yngvi Örn Kristinsson, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans
• Gylfi Zoega, deildarforseti og prófessor við hagfræðideild Háskóla Íslands
• Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Glitnis

Friðrik Már Baldursson, forstöðumaður Rannsóknarstofnunar í fjármálum við Háskólann í Reykjavík, stjórnar umræðum. Fundurinn hefst kl. 08:15 og stendur til kl. 9:30 á Hilton Nordica. Fundargjald er kr. 3.500 með morgunverði. Fundurinn er öllum opinn.

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024