Viðskiptaráð Íslands

Jóhannes til liðs við Viðskiptaráð

Jóhannes Stefánsson lögfræðingur hefur verið ráðinn til Viðskiptaráðs Íslands.

Jóhannes Stefánsson hefur verið ráðinn lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. Jóhannes gegnir stöðunni í fjarveru Öglu Eirar Vilhjálmsdóttur, sem er í fæðingarorlofi.

Jóhannes hefur að undanförnu verið sjálfstætt starfandi ráðgjafi og lögmaður en er auk þess varaformaður stjórnar Menntasjóðs námsmanna. Áður starfaði hann sem framkvæmdastjóri Lindarvatns, aðstoðarmaður mennta- og menningarmálaráðherra og á lögfræðisviði Icelandair Group.

Jóhannes mun veita framkvæmdastjóra, stjórn og félagsmönnum Viðskiptaráðs ráðgjöf, annast umsagna- og skýrslugerð auk þess að taka þátt í málefnastarfi ráðsins. Hann er með meistarapróf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024