Jóhannes Stefánsson lögfræðingur hefur verið ráðinn til Viðskiptaráðs Íslands.
Jóhannes Stefánsson hefur verið ráðinn lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. Jóhannes gegnir stöðunni í fjarveru Öglu Eirar Vilhjálmsdóttur, sem er í fæðingarorlofi.
Jóhannes hefur að undanförnu verið sjálfstætt starfandi ráðgjafi og lögmaður en er auk þess varaformaður stjórnar Menntasjóðs námsmanna. Áður starfaði hann sem framkvæmdastjóri Lindarvatns, aðstoðarmaður mennta- og menningarmálaráðherra og á lögfræðisviði Icelandair Group.
Jóhannes mun veita framkvæmdastjóra, stjórn og félagsmönnum Viðskiptaráðs ráðgjöf, annast umsagna- og skýrslugerð auk þess að taka þátt í málefnastarfi ráðsins. Hann er með meistarapróf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík.