Viðskiptaráð Íslands

Greiðslur til íslenskra banka

Eftirfarandi yfirlýsing hefur borist frá Seðlabankanum:

„Vegna þeirra sérstöku aðstæðna sem eru í bankastarfsemi þessa dagana höfum við ástæðu til að ætla að greiðslur sem eiga að koma frá erlendum aðilum til íslenskra banka séu stöðvaðar á leiðinni.

Ef erlendir aðilar telja að óvissa ríki um að greiðslur skili sér til réttra aðila, eða óttast að þeir skapi sér ábyrgð vegna þess að greiðslur skili sér ekki, hefur Seðlabanka Íslands lýst því yfir við erlendar lánastofnanir að hann tryggi að allar greiðslur sem bankar sendi um reikninga Seðlabankans á reikninga innlendra lánastofnana muni skila sér til eigenda reikninga í við komandi lánastofnunum.“

Viðskiptaráð bendir aðildarfélögum á uppfært upplýsingaskjal handa erlendum hagsmunaaðilum. Skjalið má nálgast hér.



Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024