Aðgengi að gjaldeyri er áfram takmarkað í samræmi við tímabundna temprun Seðlabanka á gjaldeyrisútflæði. Bankarnir þrír, Glitnir, Landsbanki og Kaupþing, geta í einhverjum mæli afgreitt erlendar greiðslur en miðlunin er ennþá óáreiðanleg. Sparisjóðabankinn getur sinnt erlendri greiðslumiðlnun í flestum myntum, en þó eru miklir hnökrar milli Íslands og Bretlands.