Erlend greiðslumiðlun enn í ólagi
Greiðslumiðlun innanlands gengur eðlilega fyrir sig og það sama á við um notkun íslenskra greiðslukorta, jafnt innanlands sem utan. Hvað varðar greiðslur til og frá Íslandi hefur aftur á móti fátt breyst síðan í gær og er temprun gjaldeyrisútflæðis enn við lýði. Icebank getur sinnt erlendri greiðslumiðlun í einhverju formi.
Í sumum tilfellum afgreiða erlendir bankar ekki greiðslur til íslenskra banka af ótta við að þær lendi í greiðslustöðvunarferli hjá viðtakanda, eða berist hreinlega ekki, og að ábyrgðin verði þeirra. Viðtakendur eiga erfitt með að standa í skilum vegna þessa. Hnökrar hafa verið á greiðslum til og frá öllum löndum. Alvarlegust er þó staðan gagnvart breskum aðilum, sem rekja má beint til aðgerða breskra yfirvalda síðustu daga.
Í þessu sambandi minnir Viðskiptaráð á skjal sem aðildarfélög geta notfært sér við að útskýra stöðu mála á gjaldeyrismarkaði gagnvart erlendum hagsmunaaðilum. Skjalið má nálgast hér.