Viðskiptaráð Íslands

Vörugjöld og virðisaukaskattur verða endurgreidd

Fulltrúar ríkisstjórnarinnar staðfestu á blaðamannafundi nú fyrir helgi að frumvarp um endurgreiðslu vörugjalda og virðisaukaskatts af notuðum bílum við útflutning yrði lagt fyrir Alþingi á næstunni. Viðskiptaráð fagnar þessu frumvarpi enda lagðið ráðið til í skoðun, fyrir tæpu ári síðan, að endurgreiðslur af þessu tagi yrðu teknar upp. Undanfarið ár hefur Viðskiptaráð reynt að afla fulltingis hins opinbera við þessa tillögu og var hún t.a.m. sú eina af þessu tagi sem fjallað var um í skýrslu starfshóps fjármálaráðherra, þar sem lagðar voru til ýmsar breytingar á skattlagningu eldsneytis og ökutækja. Starfshópurinn sá því miður ekki ástæðu til að veita tillögunni brautargengi, en m.v. frumvarp þetta hefur hún augljóslega átt upp á pallborðið hjá ríkisstjórninni.

Enn eru nákvæm efnistök frumvarpsins óljós en skv. aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar mun endurgreiðslan byggja á þeim gjöldum sem greidd voru við innflutning viðkomandi ökutækis. Þau gjöld á síðan að fyrna í samræmi við ákveðnar fyrningareglur, með tilliti til aldurs ökutækisins og sú upphæð verður endurgreidd eiganda viðkomandi ökutækis. Viðskiptaráð mælir eindregið gegn því að umfangsmiklar fyrninga- og reiknireglur verði teknar upp, enda eru þær aðeins til þess fallnar að flækja og tefja ferlið. Miða ætti endurgreiðslu vörugjalda og virðisaukaskatts við hlutfall af söluverðmæti viðkomandi ökutækis.

Aðildarfélög eru hvött til að hafa samband við Harald I. Birgisson, lögfræðing Viðskiptaráðs (haraldur@vi.is), ef þau eru með tillögur að því hvernig mætti útfæra reglur frumvarpsins.

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024