Viðskiptaráð Íslands

Hlutverk Viðskiptaráðs kynnt á borgarafundi

Fulltrúar Viðskiptaráðs sátu í pallborði á fjölmennum borgarafundi í Háskólabíó í gærkvöldi. Yfirskrift fundarins var Íslenskt atvinnulíf í aðdraganda kreppunnar. Markmið fundarins var að ræða orsakir fjármálakreppunnar, mögulega vankanta á lagaumhverfi og ófullnægjandi eftirlit.

Ræðumenn á fundinum voru auk Finns Oddssonar, framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs, eftirfarandi:

  • Robert Wade - prófessor í stjórnmálahagfræði við London School of Economics
  • Raffaella Tenconi - hagfræðingur hjá Straumi fjárfestingarbanka í London
  • Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir - stjórnsýslufræðingur
  • Herbert Sveinbjörnsson - heimildamyndagerðarmaður og aðgerðarsinni

Fyrir hönd Viðskiptaráðs mættu Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri ráðsins, Frosti Ólafsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis, Knútur Hauksson, forstjóri Heklu, Tryggvi Þór Herbertsson, hagfræðingur og ráðgjafi, og Halla Tómasdóttir, stjórnarformaður Auðar Capital.

Í kjölfar erinda svöruðu fulltrúar Viðskiptaráðs auk fulltrúar stjórnmálaflokkanna spurningum úr sal.

Ræðu Finns má nálgast hér

Tengt efni

Einfalda megi skattkerfið

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, fullyrti að einfalda …
16. janúar 2026

Myndband: Er ríkið farið að þjónusta sig sjálft?

Lísbet Sigurðardóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs, fjallar um opnunartíma …
15. janúar 2026

Aðalfundur Viðskiptaráðs 2026

Aðalfundur Viðskiptaráðs Íslands fer fram þriðjudaginn 10. febrúar kl. 11:30 í …
13. janúar 2026