Viðskiptaráð Íslands

Glæsileg útskrift frá Háskólanum í Reykjavík

Laugardaginn 17. janúar fór fram hátíðleg brautskráning 193 nemenda frá Háskólanum í Reykjavík, úr viðskiptadeild, tækni- og verkfræðideild, lagadeild og tölvunarfræðideild. Athygli vekur að ríflega helmingur útskriftarnema er þegar kominn með vinnu en stór hluti heldur áfram til frekara náms.  Að venju veitti Viðskiptaráð Íslands viðurkenningar fyrir námsárangur í öllum deildum.

Mikil áhugi er á námsdvöl við Háskólann í Reykjavík.  Af 600 sem sóttu um hefja 370 nýir nemendur nám við skólann á vorönn. Í erfiðu efnahagsástandi er brýnt að hlúa að menntun á Íslandi og það er ánægjulegt að sjá hvernig Háskólinn í Reykjavík rækir það hlutverk sitt. 

Viðskiptaráð hefur frá fyrsta starfsári lagt sérstakan metnað við uppbyggingu menntunar á Íslandi og er nú bakhjarl þriggja skóla, en þeir eru, auk Háskólans í Reykjavík, Verzlunarskóli Íslands og The International Academy of Iceland.  Til þess síðastnefnda var stofnað síðastliðið haust til að tryggja að enskumælandi börn á aldrinum 12-15 ára gætu stundað grunnskólanám á Íslandi.  Skólinn er til húsa í Garðaskóla í Garðabæ, þar sem þeim hefur verið tekið opnum örmum af skólastjórnendum og bæjarfélagi. 

Tengt efni

Einfalda megi skattkerfið

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, fullyrti að einfalda …
16. janúar 2026

Myndband: Er ríkið farið að þjónusta sig sjálft?

Lísbet Sigurðardóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs, fjallar um opnunartíma …
15. janúar 2026

Aðalfundur Viðskiptaráðs 2026

Aðalfundur Viðskiptaráðs Íslands fer fram þriðjudaginn 10. febrúar kl. 11:30 í …
13. janúar 2026