Viðskiptaráð Íslands

Einhugur um aðild að ESB

Fulltrúar viðskiptalífsins voru einhuga í afstöðu sinni til Evrópusambandsins í pallborðsumræðum á Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs, sem fór fram í dag á Reykjavík Hilton Nordica. Þeir voru sammála því að möguleg aðild að ESB væri afar mikilvægur áhrifaþáttur atvinnuuppbyggingar til framtíðar og að horfur atvinnulífs yrðu betri með aðild. Þess vegna væri brýnt að mál er lúta að peningastefnu, gjaldmiðli og aðild að ESB yrði leidd til lykta sem allra fyrst. Allir voru sammála um að aðild Íslands að ESB væri mjög til bóta fyrir íslenskt atvinnulíf.

Í pallborði viðskiptalífsins sátu Jón Sigurðsson forstjóri Össurar, Kristín Pétursdóttir forstjóri Auðar Capital, Svava Grönfeldt rektor Háskólans í Reykjavík, Tómas Már Sigurðsson forstjóri Alcoa Fjarðaáls og Vilhjálmur Þorsteinsson stjórnarformaður CCP.

Tengt efni

Einfalda megi skattkerfið

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, fullyrti að einfalda …
16. janúar 2026

Myndband: Er ríkið farið að þjónusta sig sjálft?

Lísbet Sigurðardóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs, fjallar um opnunartíma …
15. janúar 2026

Aðalfundur Viðskiptaráðs 2026

Aðalfundur Viðskiptaráðs Íslands fer fram þriðjudaginn 10. febrúar kl. 11:30 í …
13. janúar 2026