Viðskiptaráð Íslands

Eigendastefna ríkisins

Í gær var tilkynnt að ríkið hefði sett sér eigendastefnu gagnvart fjármálafyrirtækjum í eigu þess, en henni er ætlað skv. tilkynningunni að skýra hlutverk og ábyrgð ríkisins sem eiganda þeirra og markmið þess með eignarhaldinu. Fjöldi ríkja hafa á undanförnum árum gefið út eigendastefnur sem þessa með svipuð markmið að leiðarljósi.

Viðskiptaráð fagnar tilkomu eigendastefnu ríkisins en ráðið, ásamt Samtökum atvinnulífsins og Nasdaq OMX Ísland, benti á mikilvægi slíkrar stefnu í tengslum við útgáfu leiðbeininga um stjórnarhætti opinberra fyrirtækja á síðasta ári. Þá fagnar ráðið því sérstaklega að mælst sé til þess í eigendastefnunni að stjórnir og bankaráð fjármálafyrirtækja sem ríkið á hlut í skuli fylgja nýjum leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja. Að mati Viðskiptaráðs er skýr stefna af þessu tagi mikilvægur þáttur þess að auka gagnsæi og skapa ríkinu mikilvægan trúverðugleika sem eiganda stærstu fjármálafyrirtækja landsins.

Miklu skiptir að þessari vinnu verði haldið áfram og að almenn eigendastefna verði sett gagnvart öllum opinberum fyrirtækjum.

Tengt efni

Einfalda megi skattkerfið

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, fullyrti að einfalda …
16. janúar 2026

Myndband: Er ríkið farið að þjónusta sig sjálft?

Lísbet Sigurðardóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs, fjallar um opnunartíma …
15. janúar 2026

Aðalfundur Viðskiptaráðs 2026

Aðalfundur Viðskiptaráðs Íslands fer fram þriðjudaginn 10. febrúar kl. 11:30 í …
13. janúar 2026