Viðskiptaráð Íslands

Samkeppni ríkisfyrirtækja við einkaaðila

Fyrir um ári síðan var spurt að því í skoðun Viðskiptaráðs hvort að ríkisvæðing væri að taka við af einkavæðingu. Var tilefnið ábending Ríkisendurskoðunar um að fjölmargar ríkisstofnanir hefðu farið fram úr fjárlögum. Áður hafði Viðskiptaráð bent á að samhliða almennri einkavæðingu ríkisfyrirtækja hefur ríkisstofnunum fjölgað undanfarin ár og rekstur þeirra orðið sífellt umfangsmeiri. Þá er þátttaka ríkisins í atvinnulífinu enn umfangsmikil þótt lítið fari fyrir henni í daglegri umræðu.

Það er ekki ásættanlegt að ríkið brengli aðstæður á markaðinum á ógagnsæjan máta í gegnum eignaraðild að hlutafélögum. Viðskiptaráð telur brýnt að ríkið hverfi frá þessari beinu þátttöku í fyrirtækjum sem betur væru komin í einkarekstri.

Í skoðuninni er sjónum sérstaklega beint að ríkisstofnunum, en ekki ríkisfyrirtækjum, sem hefur ekki bara fjölgað undanfarin ár heldur einnig stækkað. Allar þessar stofnanir hafa lögbundnu hlutverki að gegna sem yfirleitt er nokkuð skýrt afmarkað. Það blasir hins vegar við að í mörgum tilvikum fer starfsemi ríkisstofnana út fyrir hið lögbundna hlutverk þeirra. Það er oft á tíðum kannski ekki nema von enda liggja oft óljós mörk á milli þess sem menn telja ríkið eitt hafa getu til eða eiga að framkvæma og þess sem markaðurinn sinnir alla jafna. Um leið og einkaaðilar hasla sér völl á ákveðnu sviði á það að vera regla, en ekki undantekning, að lögð séu niður sambærileg verkefni hjá ríkisstofnun.

Skilin milli verkefna ríkisins og markaðarins hljóta einnig að breytast með tímanum og oft færast þau skyndilega til. Þá kemur upp sú spurning um hvort að ekki sé tími til kominn að huga að breyttu lögbundnu hlutverki ríkisstofnunar. Í ljósi viðbragða markaðarins er jafnframt nauðsynlegt að endurkoða á hverjum tíma þörfina fyrir tilteknar ríkisstofnanir.

Sjá skoðunina í heild sinni hér

Tengt efni

Á hlykkjóttum vegi: samrunaeftirlit á Íslandi

Samrunaeftirlit er jafnvægislist milli virkrar samkeppni og fram­þróunar. Á …
14. október 2025

Auðlind í augsýn: olíuleit á Drekasvæðinu

Á Drekasvæðinu hefur fundist virkt kolvetniskerfi sem gæti innihaldið olíu í …
18. september 2025

Svartir sauðir, glatað fé: uppsagnarvernd opinberra starfsmanna

Rík uppsagnarvernd opinberra starfsmanna kemur í veg fyrir að stjórnendur geti …
22. maí 2025