Viðskiptaráð Íslands

Beiðni SA um viðræður um sameiningu við VÍ

Viðskiptaráði Íslands hefur borist beiðni Samtaka atvinnulífs um viðræður um sameiningu samtakanna.  Markmið með slíkum viðræðum yrði að efla samtök atvinnurekenda og virkja frumkvæði til beinnar þátttöku í endureisn íslensks efnahagslífs. 

Það er hlutverk Viðskiptaráðs að standa vörð um hagsmuni atvinnulífs og efla samkeppnishæfni íslensks hagkerfis.  Það verður því skoðað af fullri einurð hvort nánara samstarf eða sameining hagsmunasamtaka atvinnulífs er leið að því marki. 

f.h. framkvæmdastjórnar VÍ

Erlendur Hjaltason
formaður

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024