Góð skráning er á árlegan morgunverðarfund Viðskiptaráðs í tilefni útgáfu Peningamála Seðlabankans. Fundurinn verður haldinn á morgun, föstudag, á Hilton Reykjavík Nordica (Salur H/I) og hefst kl. 8:15.
Aðalræðumaður fundarins verður Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, sem mun ræða stöðu efnahagsmála og svara spurningum fundargesta að erindi loknu. Í kjölfarið fer fram pallborðsumræða milli fulltrúa Seðlabankans og atvinnulífsins sem og fundargesta, en þar taka til máls:
Stefna og aðgerðir Seðlabanka Íslands skipta allt atvinnulíf á Íslandi verulegu máli og verður erindi seðlabankastjóra því án efa áhugavert. Þetta á ekki síst við í ljósi samþykktar AGS á fyrstu endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands, sem veitti ríkissjóði aðgang að öðrum hluta af lánafyrirgreiðslu AGS sem og aðgang að fyrsta fjórðungi lánafyrirgreiðslu Norðurlandanna og Póllands. Áhrif þessa sáust glögglega um helgina þegar Seðlabankinn ákvað að hefja afléttingu gjaldeyrishafta sem og í dag þegar bankinn ákvað að lækka vexti.
Fundurinn hefst kl. 8:15 og stendur til kl. 10:00. Fundargjald er kr. 3.500 með morgunverði. Fundurinn er öllum opinn.