Staðsetning: Grand Hótel, Gullteigur
Fjármálastofnanir ráða nú miklu um landslag reksturs á Íslandi, í gegnum endurskipulagningu á skuldum og rekstri fjölda fyrirtækja á þeirra höndum. Inngrip fjármálastofnana í rekstur fyrirtækja getur haft veruleg áhrif á samkeppnis- og rekstrarumhverfi atvinnugreina, eins og umræða undafarinna mánaða ber glöggt vitni. Til að ræða þau mál og leiðir til lausna boðar Viðskiptaráð Íslands til morgunverðarfundar næstkomandi fimmtudag.
Efnistök fundarins verða m.a. samkeppnisaðstæður fyrirtækja í bankakreppu, fjármagnsskipan ríkisbanka, rekstrargrunnur nýrra banka, endurskipulagning eignarhalds fyrirtækja og áherslur í rekstri fyrirtækja sem eru í umsjón banka.
Með framsögu fara:
Auk Þórðar og Birnu taka þátt í pallborði:
Fundarstjóri verður Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Þá mun Ólafur Stephensen, blaðamaður, stýra pallborðsumræðum.
Tímasetning: Fimmtudagur 26. nóvember, frá kl. 8:15-10:00.
Staður: Grand Hótel, Gullteigur.