Hvar er best að búa?

Viðskiptaráð hefur opnað nýjan örvef þar sem notendum gefst kostur á að bera saman kostnaðinn við að búa í ólíkum sveitarfélögum. Á vefnum eru settar inn upplýsingar um forsendur út frá búsetu, fjölskyldusamsetningu, launatekjum og stærð húsnæðis.

Skoða vef

Á vefnum má sjá yfirlit yfir skatta, gjöld og skuldir sveitarfélaganna. Einnig má bera niðurstöður saman við landsmeðaltal og stilla upp samanburði milli ákveðinna sveitarfélaga. Með opnun vefsins vill Viðskiptaráð auka gagnsæi um skattheimtu, gjöld og skuldsetningu á sveitarstjórnarstigi.

  Tökum dæmi um eftirfarandi vísitölufjölskyldu:

  • Foreldrar og tvö börn
  • Samanlögð laun foreldranna eru 1 m.kr. á mánuði fyrir skatt
  • Annað barnið er á leikskóla og hitt í grunnskóla
  • Fjölskyldan býr í 100 fm íbúð í Reykjavík

Þegar upplýsingar um vísitölufjölskylduna eru slegnar inn kemur í ljós að Reykjavík er í 13. sæti yfir þau sveitarfélög þar sem hagstæðast er fyrir fjölskylduna að búa. Miðað við gefnar forsendur fjölskyldunnar væri hagstæðast að búa í Grímsnes- og Grafningshreppi en óhagstæðast að búa á Grundarfirði.

Smelltu hér til að komast að því hvar best er fyrir þig að búa og hvernig greiðslur til þíns sveitarfélags skiptast niður.

Tengt efni

Hætt við að íslenskir neytendur beri kostnaðinn á endanum

Viðskiptaráð telur brýnt að jafna samkeppnisstöðu innlendra og erlendra miðla. ...
7. jún 2024

Úthlutað úr Framtíðarsjóði Viðskiptaráðs 

Sex verkefni fengu styrk úr Framtíðarsjóði Viðskiptaráðs Íslands
23. feb 2024

Miðasala á alþjóðadag viðskiptalífsins

Millilandaráðin standa fyrir alþjóðadegi viðskiptalífsins 9. nóvember
1. nóv 2022