Viðskiptaráð Íslands

Útsvarshlutföll tveggja sveitarfélaga leiðrétt

Á þriðjudag opnaði Viðskiptaráð nýjan örvef þar sem notendum gefst kostur á að bera saman kostnaðinn við að búa í ólíkum sveitarfélögum. Á vefnum eru settar inn upplýsingar um forsendur út frá búsetu, fjölskyldusamsetningu, launatekjum og stærð húsnæðis.

Mistök áttu sér stað við birtingu útsvarshlutfalla tveggja sveitarfélaga. Annars vegar láðist að bæta við sérstöku útsvarsálagi fyrir Reykjanesbæ svo útsvarshlutfallið var sagt vera 14,52% þegar rétt hlutfall er 15,05%. Hins vegar var útsvarið í Stykkishólmi sagt vera 14,52% þegar rétt hlutfall er 14,37%.

Viðskiptaráðs biðst afsökunar á þessum mistökum og mun leiðrétta upplýsingarnar sem fram koma á örvefnum til samræmis.

Hér má skoða örvefinn

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024