Margt var um manninn á árlegu Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs sem haldið var í dag á Hilton Reykjavík Nordica. Tæplega 450 manns mættu á þingið og var fullt út úr dyrum. Yfirskrift þingsins þetta árið er „Tölvan segir nei: Hvernig má innleiða breytingar hjá hinu opinbera?“ Á Viðskiptaþingi tóku til máls þau:
Hreggviður Jónsson, formaður Viðskiptaráðs
Daniel Cable, prófessor við London Business School
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra
Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins
Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri
Sigrún Ragna Ólafsdóttir, varaformaður Viðskiptaráðs og forstjóri VÍS
Þá tóku leiðtogar þeirra stjórnmálaflokka sem eiga sæti á Alþingi munu þátt í pallborðsumræðum. Þáttakendur í pallborði voru þau Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins.
Fundarstjóri var Guðfinna Sesselja Bjarnadóttir framkvæmdastjóri LC ráðgjafar.
Hægt er að skoða ljósmyndir og myndband frá Viðskiptaþingi á facebook-síðu Viðskiptaráðs.