Viðskiptaráð Íslands

HR einn af hundrað bestu ungu háskólum heims

Háskólinn í Reykjavík er einn af hundrað bestu ungu háskólum í heiminum í dag, samkvæmt lista Times Higher Education sem birtur var í gær. Á listanum eru háskólar 50 ára og yngri og er Háskólinn í Reykjavík í 89. sæti á listanum.
Listi Times Higher Education byggir á mati á þrettán lykilþáttum háskólastarfs, svo sem á gæðum kennslu og rannsókna, fjölda tilvitnana í vísindagreinar eftir starfsmenn háskólans, alþjóðlegum tengslum og samstarfi við atvinnulífið. Lista Times Higher Education - Young Universities má finna hér.

Viðskiptaráð Íslands óskar Háskólanum í Reykjavík til hamingju með þennan glæsilega árangur en Menntasjóður Viðskiptaráðs Íslands (áður SVÍV) stóð að stofnun Háskólans í Reykjavík árið 1998. Skólinn var að grunni til byggður á áratuga reynslu og frábærum árangri Verzlunarskóla Íslands. Síðan þá hefur skólinn tekið miklum breytingum, en stærsta skrefið var vafalaust sameining hans við Tækniháskóla Íslands árið 2005. Háskólinn í Reykjavík býður nú upp á vandað og fjölbreytt nám á mörgum sviðum. Skólinn opnar ótal spennandi tækifæri fyrir íslenskt atvinnulíf til að mæta breyttum tímum og styrkir innviði og samkeppnishæfni íslensks hagkerfis.

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024