Viðskiptaráð Íslands

Jöfnunarsjóður verði lagður niður

Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, ræddi málefni sveitarfélaga í Viðskiptablaðinu þann 29. janúar. Þar kemur meðal annars fram að tekjur þeirra sem hlutfall af landsframleiðslu hafi aukist um 67% frá árinu 1990. Stærstu tekjustofnar sveitarfélaga eru útsvar, fasteignaskattar og Jöfnunarsjóður sveitarfélaga.

Frosti segir að tilfærsla verkefna frá ríki til sveitarfélaga skýri ekki þessa útgjaldaaukningu nema að hluta til. Skýringar sé frekar að finna í skorti á gagnsæi, aðhaldi og ábyrgð. Allt torveldi það gagnrýna umræðu og dragi úr aðhaldi skattgreiðenda, auk þess að leiða af sér stefnuleysi og skort á endurmati.

Án gagnsæis, gagnrýni og skýrrar ábyrgðar segir Frosti að fátt komi í veg fyrir stigvaxandi skattbyrði og óhagkvæmni í rekstri sveitarfélaganna.Nú þegar innheimti velflest sveitarfélög, eða 56 af 74, hæstu mögulegu útsvarsprósentu. Frosti bendir á að útsvar sé ekki tilgreint sérstaklega á launaseðlum og einstaklingar séu því ómeðvitaðir um skattinn.

Jöfnunarsjóður er sá hluti tekjupósts sveitarfélaganna sem að Frosti beinir sjónum sérstaklega að vill að hann verði lagður niður. Sjóðurinn sé ekki til þess fallinn að auka hagræðingu og hagkvæmni í rekstri heldur miðist útgjaldaliðir sjóðsins að því að draga úr neikvæðum afleiðingum slakrar fjármálastjórnar og óhagkvæmni fámennari sveitarfélaga. Ennfremur leggur hann til að útsvarsprósenta og heildargreiðsla útsvars verði gerð sýnileg á launaseðlum og að íbúum sveitarfélaga verði tilkynnt um breytingar á útsvari bréfleiðis. Þá þurfi að sundurliða greiðsluseðla fasteignagjalda og einnig draga hlutfallslega úr vægi fasteignaskatta.

Frosti telur að þessar aðgerðir skapi forsendur fyrir auknu sjálfstæði sveitarfélaga við mótun skattastefnu og geri þeim einnig kleift að sinna flóknari verkefnum sem ríkið sinnir í dag.

Kynningu Frosta frá Skattadeginum 2015, sem fjallar um skattstofna sveitarfélaga, má nálgast hér.

Viðtalið birtist fimmtudaginn 29. janúar 2015 á bls. 20-21 í Viðskiptablaðinu

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024