Viðskiptaráð Íslands

Jón Júlíus nýr samskiptastjóri Viðskiptaráðs

Jón kemur frá Ungmennafélagi Grindavíkur og mun hefja störf í október

Jón Júlíus Karlsson (ljósmyndari: Birgir Ísleifur Gunnarsson)

Jón Júlíus Karlsson hefur verið ráðinn til starfa hjá Viðskiptaráði og mun annast verkefni á sviði samskipta, miðlunar og viðburðahalds auk þátttöku í málefnastarfi og annarri daglegri starfsemi ráðsins. Jón Júlíus er með BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og hefur lokið meistaraprófi í opinberri stjórnsýslu frá sama skóla.

Frá árinu 2017 hefur Jón starfað á vettvangi ungmennafélaga, fyrst sem framkvæmdastjóri Aftureldingar um þriggja ára skeið en undanfarin þrjú ár hefur hann gegnt starfi framkvæmdastjóra Ungmennafélags Grindavíkur. Áður starfaði hann meðal annars sem fréttamaður á Stöð 2 og stýrði markaðs- og viðburðamálum hjá Golfklúbbnum Oddi.

Jón Júlíus mun hefja störf í október og tekur við starfinu af Gunnlaugi Braga Björnssyni sem á sama tíma hverfur til nýrra starfa á markaðssamskiptasviði Íslandsstofu.

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024