Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður Viðskiptaráðs, hélt erindi í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna á ráðstefnu um fjármögnun sjálfbærnimarkmiða Sameinuðu þjóðanna í New York. Jafnrétti kynjanna var eitt af meginþemum fundarins. Fjallaði Katrín Olga meðal annars um það að konum hefði fjölgað á þingi, í sveitarstjórnum, við hefðum átt einn kvenforseta og tvo kvenforsætisráðherra.
Hins vegar væri góðu gengi okkar á lista WEF Gender Parity ekki því að þakka hve vel íslenskt viðskiptalíf stendur sig í jafnréttismálum og þar benti Katrín Olga á þá staðreynd að 8% fyrirtækja væri stýrt af konum og engu íslensku fyrirtæki í kauphöllinni væri stýrt af konum.
Forsetafrúin okkar, Eliza Reid, var einnig með erindi og sat í pallborði með Katrínu Olgu. Nánari umfjöllun um viðburðinn má sjá hér.