Kristín S. Hjálmtýsdóttir hefur hafið störf hjá sem sérfræðingur á alþjóðasviði hjá Viðskiptaráði. Kristín snýr aftur til ráðsins eftir 11 ára fjarveru.

Kristín er hagfræðingur frá Albert Ludwig háskólanum í Freiburg, Þýskalandi. Hún hefur mikla reynslu af starfsemi Viðskiptaráðs en á árunum 1995 - 2014 stýrði hún alþjóðasviði ráðsins. Síðan var hún framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi í tæp tíu ár.
Kristín hefur setið í stjórnum fjölmarga fyrirtækja og félagasamtaka og tekið virkan þátt í alþjóðlegu samstarfi, bæði fyrir hönd Viðskiptaráðs áður og ekki síður Rauða krossins.
Við bjóðum Kristínu velkomna aftur til starfa hjá Viðskiptaráði.