Nú er hafin miðasala á Peningamálafund Viðskiptaráðs 2021.
Hinn árlegi Peningamálafundur Viðskiptaráðs verður haldinn fimmtudaginn 18. nóvember kl. 8:30 undir yfirskriftinni Er vinnumarkaðurinn týndi hlekkurinn?
Venju samkvæmt munu seðlabankastjóri og formaður Viðskiptaráðs árvapa fundinn. Þátttakendur í pallborðsumræðum verða Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Icelandair Hotels, Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Fundurinn fer fram í beinu streymi og fá miðaeigendur sendan streymishlekk fyrir upphaf fundarins.
Fullt miðaverð er 2.900 kr. en 1.000 kr. fyrir aðildarfélaga Viðskiptaráðs.