Mjólkursamsalan (MS) er nýr félagi í Viðskiptaráði Íslands. Mjólkursamsalan er rekstrarfélag mjólkuriðnaðarins á Íslandi og er í eigu rúmlega 650 kúabænda um land allt. Hlutverk hennar er að sjá um alla móttöku, framleiðslu, pökkun, markaðssetningu, sölu og dreifingu mjólkurafurða.
Viðskiptaráð býður Mjólkursamsöluna velkomna í hópinn og hlakkar til árangursríks samstarfs á komandi árum.