Viðskiptaráð Íslands

Nýr starfsmaður Viðskiptaráðs Íslands

Védís Hervör Árnadóttir hefur verið ráðin sem sérfræðingur í samskipta- og útgáfumálum hjá Viðskiptaráði Íslands. Védís mun jafnframt taka þátt í málefnastarfi ráðsins sem og annarri daglegri starfsemi. Hún hefur þegar hafið störf hjá Viðskiptaráði.

Védís hefur fjölbreytta reynslu af rekstri og stefnumótun í frumkvöðlageiranum. Hún er einn stofnenda KÍTÓN, félags kvenna í tónlist á Íslandi, og kvikmyndaframleiðslufyrirtækisins Freyja Filmwork. Þar áður starfaði Védís sem markaðs- og kynningarfulltrúi hjá Raddlist og Vinun.

Védís er með BA-gráðu í mannfræði frá Háskóla Íslands og alþjóðlega meistaragráðu í rekstri og stjórnun (MBA) frá Háskólanum í Reykjavík.

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024