Viðskiptaráð Íslands

Arna Harðardóttir ráðin til Viðskiptaráðs

Arna Harðardóttir hefur verið ráðin til Viðskiptaráðs Íslands. Hún mun starfa sem fjármálastjóri Viðskiptaráðs og Sjálfseignarstofnunar Viðskiptaráðs um viðskiptamenntun, sem á og rekur Háskólann í Reykjavík og Verzlunarskóla Íslands.

Arna var framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Calidris og starfaði í 9 ár á verðbréfamarkaði í miðlun og eignastýringu hjá Landsbankanum. Arna hefur MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík, BA próf í viðskiptahagfræði frá háskólanum í Reading í Englandi, stúdentspróf frá Verzlunarskóla Íslands og próf sem löggiltur verðbréfamiðlari.

Soffía Vernharðsdóttir sem verið hefur fjármálastjóri Viðskiptaráðs í um 19 ár lætur af störfum, að eigin ósk, þegar nær dregur vorinu.

Tengt efni

Einfalda megi skattkerfið

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, fullyrti að einfalda …
16. janúar 2026

Myndband: Er ríkið farið að þjónusta sig sjálft?

Lísbet Sigurðardóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs, fjallar um opnunartíma …
15. janúar 2026

Aðalfundur Viðskiptaráðs 2026

Aðalfundur Viðskiptaráðs Íslands fer fram þriðjudaginn 10. febrúar kl. 11:30 í …
13. janúar 2026