Lísbet Sigurðardóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs, fjallar um opnunartíma stofnana í nýju myndbandi. Frá því að stytting vinnuvikunnar var innleidd árið 2019 hefur helmingur stofnana stytt opnunartíma. Fyrir styttinguna var algengast að stofnanir væru opnar 8 tíma á dag. Núna er algengast að opnunartíminn sé 6 tímar með tilheyrandi þjónustuskerðingu.

„Það er ljóst að markmið með styttingu vinnuvikunnar hafa ekki náðst og við sitjum uppi með aukinn kostnað og skerta þjónustu. Ríkið á nefnilega að þjónusta þig en ekki þjónusta sig sjálft. Eigum við ekki eitthvað að endurskoða þetta?“ spyr Lísbet í myndbandinu. Sjá myndbandið hér að neðan.
Frá því að stytting vinnuvikunnar var innleidd árið 2019 hefur helmingur stofnana stytt opnunartíma.
Fyrir styttinguna var algengast að stofnanir væru opnar 8 tíma á dag. Núna er algengast að opnunartíminn sé 6 tímar með tilheyrandi þjónustuskerðingu. Þar af hafa þjónustustofnanir gengið lengst í styttingu á opnunartíma.
Og kostnaðurinn?
Jú, stytting vinnuvikunnar kostaði Reykjavíkurborg 400 milljónir króna fyrsta árið og ríkið 5,4 milljarða. Miðað við það er uppsafnaður kostnaður um um 40 milljarðar króna.
Vinnutímastyttinguna var ætlað að innleiða í skrefum og samhliða vinna að bættri þjónustu og rekstri.
77% stofnana innleiddu hins vegar hámarkstyttingu í einu skrefi. Í kjölfarið lækkuðu þrettán af fimmtán stofnunum í ánægjukönnun meðal notenda.
Það er ljóst að markmið með styttingu vinnuvikunnar hafa ekki náðst og við sitjum uppi með aukinn kostnað og skerta þjónustu. Ríkið á nefnilega að þjónusta þig en ekki þjónusta sig sjálft. Eigum við ekki eitthvað að endurskoða þetta?