Viðskiptaráð Íslands

Myndband: Er ríkið farið að þjónusta sig sjálft?

Lísbet Sigurðardóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs, fjallar um opnunartíma stofnana í nýju myndbandi. Frá því að stytting vinnuvikunnar var innleidd árið 2019 hefur helmingur stofnana stytt opnunartíma. Fyrir styttinguna var algengast að stofnanir væru opnar 8 tíma á dag. Núna er algengast að opnunartíminn sé 6 tímar með tilheyrandi þjónustuskerðingu.

Það er ljóst að markmið með styttingu vinnuvikunnar hafa ekki náðst og við sitjum uppi með aukinn kostnað og skerta þjónustu. Ríkið á nefnilega að þjónusta þig en ekki þjónusta sig sjálft. Eigum við ekki eitthvað að endurskoða þetta?“ spyr Lísbet í myndbandinu. Sjá myndbandið hér að neðan.

Sjá myndbandið á Instagram og á Tiktok.

Texti í myndbandi

Frá því að stytting vinnuvikunnar var innleidd árið 2019 hefur helmingur stofnana stytt opnunartíma.

Fyrir styttinguna var algengast að stofnanir væru opnar 8 tíma á dag. Núna er algengast að opnunartíminn sé 6 tímar með tilheyrandi þjónustuskerðingu. Þar af hafa þjónustustofnanir gengið lengst í styttingu á opnunartíma.

Og kostnaðurinn?

Jú, stytting vinnuvikunnar kostaði Reykjavíkurborg 400 milljónir króna fyrsta árið og ríkið 5,4 milljarða. Miðað við það er uppsafnaður kostnaður um um 40 milljarðar króna.

Vinnutímastyttinguna var ætlað að innleiða í skrefum og samhliða vinna að bættri þjónustu og rekstri.

77% stofnana innleiddu hins vegar hámarkstyttingu í einu skrefi. Í kjölfarið lækkuðu þrettán af fimmtán stofnunum í ánægjukönnun meðal notenda.

Það er ljóst að markmið með styttingu vinnuvikunnar hafa ekki náðst og við sitjum uppi með aukinn kostnað og skerta þjónustu. Ríkið á nefnilega að þjónusta þig en ekki þjónusta sig sjálft. Eigum við ekki eitthvað að endurskoða þetta?

Tengt efni

Aðalfundur Viðskiptaráðs 2026

Aðalfundur Viðskiptaráðs Íslands fer fram þriðjudaginn 10. febrúar kl. 11:30 í …
13. janúar 2026

Opið fyrir umsóknir í Menntasjóð VÍ

Opið er fyrir umsóknir um námsstyrki úr Menntasjóði Viðskiptaráðs Íslands (MVÍ). …
5. janúar 2026

Skattadagurinn fer fram 15. janúar

Hinn árlegi Skattadagur Deloitte, Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins verður …
5. janúar 2026