Viðskiptaráð Íslands

Tekist á um réttarvernd ríkisstarfsmanna á hátíðarmálþingi Úlfljóts

Réttarvernd starfsmanna ríkisins var til umfjöllunar á hátíðarmálþingi Úlfljóts sem laganemar við Háskóla Íslands standa að. Lísbet Sigurðardóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs, fjallaði um sérréttindi opinberra starfsmanna og ríka uppsagnarvernd þeirra í erindi sínu.

F.v. Reimar Pétursson, Ögmundur Jónasson og Lísbet Sigurðardóttir ásamt Sölku Sigmarsdóttur sem stýrði málþingi Úlfljóts.

Miðvikudaginn 22. október tók Lísbet Sigurðardóttir þátt í hátíðarmálþingi Úlfljóts sem laganemar við Háskóla Íslands standa að. Réttarvernd starfsmanna ríkisins var til umfjöllunar á málþinginu. Auk Lísbetar tóku til máls Ögmundur Jónasson, fv. ráðherra og fv. formaður BSRB, og Reimar Pétursson, lögmaður hjá LLG lögmönnum.

Lísbet vitnaði í kynningu sinni í nýlegar útgáfur Viðskiptaráðs er snúa að sérréttinum opinberra starfsmanna og ríkri uppsagnarvernd þeirra. Viðskiptaráð hefur lagt til afnám áminningarskyldu opinberra starfsmanna og hefur fjármálaráðherra birt áform þess efnis í samráðsgátt. Eins og við var að búast voru skiptar skoðanir og sköpuðust líflegar umræður.

Sjá upptöku frá viðburðinum

Lísbet Sigurðardóttir flutti erindi á hátíðarmálþingi Úlfljóts.

Í kynningu sinni benti Lísbet á að almenningur sé sammála því að færa eigi uppsagnarvernd opinberra starfsmanna nær almennum vinnumarkaði. Niðurstöður þátttakenda í kosningaprófi sem Viðskiptaráð lagði fyrir almenning í aðdraganda Alþingiskosninga 2024 sýndu að 70% almennings eru fylgjandi því að færa réttindi opinberra starfsmanna nær því sem tíðkast á almennum vinnumarkaði.

Lísbet dró saman tillögur Viðskiptaráðs sem eru eftirfarandi:

  1. Afnám áminningarskyldu: Viðskiptaráð leggur til að ákvæði um áminningar verði fellt á brott úr lögum um réttindi og skyldur starfs­manna ríkisins. Ákvæðið gerir hvorki greinarmun á því hvort starfs­mann skorti getu eða vilja til þess að sinna starfi sínu. Fyrir­komulagið er verulega hamlandi á kostnað sveigjanleika og skilvirkni. Að mati Viðskiptaráðs er óþarfi að binda í lög með hvaða hætti yfirmaður eigi að taka á því þegar starfsmaður sinnir starfi sínu með ófullnægjandi hætti.
  2. Afnám stjórnsýsluverndar: Viðskiptaráð leggur til að ákvarðanir um starfslok falli ekki undir ákvæði og málsmeðferðarreglur stjórn­sýslulaga að embættismönnum og æðstu stjórnendum hins opinbera undanskildum. Sá hópur telur einungis um 4% opinberra starfs­manna.

Glærukynningu Lísbetar í heild sinni má nálgast hér.

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024