Réttarvernd starfsmanna ríkisins var til umfjöllunar á hátíðarmálþingi Úlfljóts sem laganemar við Háskóla Íslands standa að. Lísbet Sigurðardóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs, fjallaði um sérréttindi opinberra starfsmanna og ríka uppsagnarvernd þeirra í erindi sínu.

Miðvikudaginn 22. október tók Lísbet Sigurðardóttir þátt í hátíðarmálþingi Úlfljóts sem laganemar við Háskóla Íslands standa að. Réttarvernd starfsmanna ríkisins var til umfjöllunar á málþinginu. Auk Lísbetar tóku til máls Ögmundur Jónasson, fv. ráðherra og fv. formaður BSRB, og Reimar Pétursson, lögmaður hjá LLG lögmönnum.
Lísbet vitnaði í kynningu sinni í nýlegar útgáfur Viðskiptaráðs er snúa að sérréttinum opinberra starfsmanna og ríkri uppsagnarvernd þeirra. Viðskiptaráð hefur lagt til afnám áminningarskyldu opinberra starfsmanna og hefur fjármálaráðherra birt áform þess efnis í samráðsgátt. Eins og við var að búast voru skiptar skoðanir og sköpuðust líflegar umræður.

Í kynningu sinni benti Lísbet á að almenningur sé sammála því að færa eigi uppsagnarvernd opinberra starfsmanna nær almennum vinnumarkaði. Niðurstöður þátttakenda í kosningaprófi sem Viðskiptaráð lagði fyrir almenning í aðdraganda Alþingiskosninga 2024 sýndu að 70% almennings eru fylgjandi því að færa réttindi opinberra starfsmanna nær því sem tíðkast á almennum vinnumarkaði.

Lísbet dró saman tillögur Viðskiptaráðs sem eru eftirfarandi:

Glærukynningu Lísbetar í heild sinni má nálgast hér.