Viðskiptaráð Íslands

Ragnar S. Halldórsson látinn

Ragnar S. HalldórssonFyrrum formaður Viðskiptaráðs Íslands, Ragnar S. Halldórsson er látinn. Ragnar var jafnframt einn af heiðursfélögum ráðsins.

Ragnar S. Halldórsson tók við formannsembættinu árið 1982. Hann fæddist 1. september árið 1929. Ragnar starfaði við ýmis verkfræðistörf og var m.a. framkvæmdastjóri verkfræðideildar hjá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli. Eftir að hafa starfað hjá svissneska álfyrirtækinu Alusuisse um tíma tók Ragnar við störfum sem forstjóri ÍSAL. Ragnar mótaði og lagði grunn að uppbyggingu og starfsháttum stóriðju á Íslandi enda álverið í Straumsvík hið fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Hann varð stjórnarformaður ÍSAL eftir að hann lét af störfum sem forstjóri og gegndi því starfi um árabil. Ragnar var einn af stofnendum Alþjóðaviðskiptaráðsins árið 1993, og sat í stjórn þess í áratug. Hann lét af formannsembætti árið 1986.

Ragnar lést á Landspítalanum í Fossvogi miðvikudaginn 7. ágúst, 89 ára að aldri.

Viðskiptaráð Íslands vottar aðstandendum samúð við fráfall Ragnars og þakkar honum af alhug ómetanlegt starf í þágu viðskiptafrelsis og framfara í atvinnulífinu.

Saga ráðsins og heimildarmynd

Heiðursfélagar Viðskiptaráðs Íslands

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024