Viðskiptaráð Íslands

Samfélagsskýrsla ársins 2021

Festa, Stjórnvísi og Viðskiptaráð Íslands veita viðurkenningu fyrir Samfélagsskýrslu ársins 2021.

Viðurkenning fyrir Samfélagsskýrslu ársins verður afhent á viðburði þann 8. júní kl. 12:00. Boðið verður upp á beint streymi.

Dagskrá

  • Fundarstjóri: Konráð S. Guðjónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands
  • Erindi: Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Festu
  • Pallborðsumræður: Íris Björnsdóttir, Head of Business Development & Support hjá Nasdaq Íslands stýrir umræðum með dómnefnd og viðurkenningahöfum ársins
  • Afhending hvatningarverðlauna Samfélagsskýrsla ársins: Tómas N. Möller, formaður dómnefndar.

Við­ur­kenn­ingu fyr­ir sam­fé­lags­skýrslu árs­ins hlýt­ur fyr­ir­tæki eða stofn­un sem birt­ir upp­lýs­ing­ar um sam­fé­lags­ábyrgð sína með mark­viss­um og vönd­uð­um hætti. Skýrsl­an get­ur ver­ið í formi vef­síðu, ra­f­ræns skjals eða öðr­um hætti sem hent­ar þeim sem hún á er­indi við, s.s. fjár­fest­um, við­skipta­vin­um, sam­starfs­að­il­um, yf­ir­völd­um og/eða al­menn­ingi. Op­ið var fyr­ir til­nefn­ing­ar frá 3.maí – 24.maí 2021.

Í dómnefnd ársins sitja:

  • Tómas N. Möller, yfirlögfræðingur Lífeyrissjóðs verslunarmanna og formaður Festu
  • Hulda Steingrímsdóttir, umhverfisstjóri Landspítalans
  • Dr. Kjartan Sigurðsson, lektor við Háskólann í Twente í Hollandi

Skráning á viðburðinn fer fram hér og fá skráðir fundargestir sendan hlekk degi fyrir viðburðinn.

Viðurkenninguna hafa áður hlotið:

  • Krónan - 2020
  • Isavia - 2019
  • Landsbankinn - 2018

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024