Viðskiptaráð Íslands

Samfélagsskýrsla ársins 2020 - opið fyrir tilnefningar

Festa, Stjórn­vísi og Viðskiptaráð Íslands auglýsa eftir tillögum um fyrir­tæki eða stofnun sem hlýtur viður­kenn­ingu fyrir Samfé­lags­skýrslu ársins 2020.

Festa, Stjórn­vísi og Viðskiptaráð Íslands auglýsa eftir tillögum um fyrir­tæki eða stofnun sem hlýtur viður­kenn­ingu fyrir Samfé­lags­skýrslu ársins 2020.

Smelltu hér til að tilnefna skýrslu

Viður­kenn­ingu fyrir samfé­lags­skýrslu ársins hlýtur fyrir­tæki eða stofnun sem birtir upplýs­ingar um samfé­lags­ábyrgð sína með mark­vissum, vönd­uðum og nútíma­legum hætti í skýrslum sem geta verið í formi vefsíðna, rafrænna skjala eða öðrum hætti sem hentar þeim sem áhuga hafa, s.s. fjár­festar, viðskipta­vinir, samstarfs­að­ilar, yfir­völd og/eða almenn­ingur.

Dómnefnd metur allar tillögur sem berast og getur einnig byggt val sitt á eigin frum­kvæði.

Dómnefnd skipa:

  • Jóhanna Harpa Árna­dóttir verk­efna­stjóri samfé­lags­ábyrgðar hjá Lands­virkjun – formaður dómnefndar
  • Tómas Möller yfir­lög­fræð­ingur Lífeyr­is­sjóðs Versl­un­ar­manna
  • Hulda Stein­gríms­dóttir umhverf­is­stjóri Lands­spítala
  • Fyrir­tækjum og stofn­unum er frjálst að tilnefna eigin skýrslu
  • Farið verður með nöfn þeirra sem tilnefna sem trún­að­armál, eingöngu aðgengileg dómnefnd.
  • Frest­urinn til að senda inn tillögur rennur út þann 22.maí 2020
  • Viður­kenn­ingin verður afhent við hátíð­lega athöfn 9.júní á Nauthól. Magnús Harð­arson forstjóri kaup­hallar Nasdaq á Íslandi mun taka þátt í athöfn­inni og flytja þar erindi.

    Viðurkenn­ingarhátíðin er öllum opin og skráning fer fram hér.

Þetta er í þriðja sinn sem verð­launin eru veitt en áður hafa Lands­bankinn (2018) og ISAVIA (2019) hlotið þau.

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024