Samfélagsskýrsla ársins 2020 - opið fyrir tilnefningar
26. febrúar 2020
Festa, Stjórnvísi og Viðskiptaráð Íslands auglýsa eftir tillögum um fyrirtæki eða stofnun sem hlýtur viðurkenningu fyrir Samfélagsskýrslu ársins 2020.
Festa, Stjórnvísi og Viðskiptaráð Íslands auglýsa eftir tillögum um fyrirtæki eða stofnun sem hlýtur viðurkenningu fyrir Samfélagsskýrslu ársins 2020.
Viðurkenningu fyrir samfélagsskýrslu ársins hlýtur fyrirtæki eða stofnun sem birtir upplýsingar um samfélagsábyrgð sína með markvissum, vönduðum og nútímalegum hætti í skýrslum sem geta verið í formi vefsíðna, rafrænna skjala eða öðrum hætti sem hentar þeim sem áhuga hafa, s.s. fjárfestar, viðskiptavinir, samstarfsaðilar, yfirvöld og/eða almenningur.
Dómnefnd metur allar tillögur sem berast og getur einnig byggt val sitt á eigin frumkvæði.
Dómnefnd skipa:
Jóhanna Harpa Árnadóttir verkefnastjóri samfélagsábyrgðar hjá Landsvirkjun – formaður dómnefndar
Fyrirtækjum og stofnunum er frjálst að tilnefna eigin skýrslu
Farið verður með nöfn þeirra sem tilnefna sem trúnaðarmál, eingöngu aðgengileg dómnefnd.
Fresturinn til að senda inn tillögur rennur út þann 22.maí 2020
Viðurkenningin verður afhent við hátíðlega athöfn 9.júní á Nauthól. Magnús Harðarson forstjóri kauphallar Nasdaq á Íslandi mun taka þátt í athöfninni og flytja þar erindi.
Viðurkenningarhátíðin er öllum opin og skráning fer fram hér.
Þetta er í þriðja sinn sem verðlaunin eru veitt en áður hafa Landsbankinn (2018) og ISAVIA (2019) hlotið þau.