Viðskiptaráð Íslands

Sigrún Lilja Guðbjartsdóttir ráðin forstöðumaður Alþjóðasviðs

Sigrún Lilja Guðbjartsdóttir hefur verið ráðin sem forstöðumaður Alþjóðasviðs Viðskiptaráðs Íslands.

Sigrún Lilja er hagfræðingur að mennt frá Háskóla Íslands með cand. merc. gráðu frá Viðskiptaháskólanum í Árósum. Hún starfaði áður sem framkvæmdastjóri Íslenska dansflokksins og var meðal stofnenda listahópsins Á vit... Þar áður vann Sigrún Lilja að samantekt skýrslu um Gjaldtökuleiðir í ferðaþjónustu fyrir Stjórnstöð ferðamála, en auk þess hefur hún starfað sem framkvæmdastjóri Leikhúsmógúlsins, verið framkvæmdastjóri Miðborgar Reykjavíkur og Frönsku menningarhátíðarinnar Pourquoi Pas? – Franskt vor á Íslandi, sem var síðari hluti samvinnuverkefnis Frakka og Íslendinga á sviði menningar, vísinda og viðskipta. Í tæp 10 ár starfaði Sigrún Lilja sem forstöðumaður Upplýsingasviðs Útflutningsráðs Íslands.

Þá situr Sigrún Lilja í stjórn Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, í stjórn Átaks til atvinnusköpunar og einnig í stjórn Menningarnefndar Garðabæjar. Auk þess er hún formaður Leiklistarráðs og situr í úthlutunarnefnd starfslauna úr launasjóði sviðslistafólks.

Sigrún Lilja segir að verkefnið leggist vel í sig og er tilbúin að takast á við þau krefjandi verkefni og áskoranir hjá millilandaráðunum, sem felast í því að efla viðskiptatengsl milli íslenskra og erlendra fyrirtækja ásamt því að stuðla að aukinni alþjóðavæðingu í íslensku atvinnulífi.

Við hjá Viðskiptaráði og öllum millilandaráðunum hlökkum til samstarfsins við Sigrúnu Lilju og bjóðum hana hjartanlega velkomna til starfa.

Sigrún Lilja tekur við starfinu af Huldu Bjarnadóttur og hefur formlega störf þann 1. ágúst nk.

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024