Sigurður Tómasson hefur verið ráðinn til starfa sem sérfræðingur á hagfræðisviði Viðskiptaráðs Íslands. Starf hans mun fyrst og fremst snúa að hagfræðilegum viðfangsefnum í málefnastarfi ráðsins, svo sem greiningarvinnu og skrifum.
Sigurður starfaði áður sem blaðamaður á viðskiptafréttadeild Morgunblaðsins og þar áður á fjármálasviði MP banka. Hann lýkur grunnnámi við hagfræðideild Háskóla Íslands í vor.