Viðskiptaráð Íslands

Upptaka af kosningafundi VÍ og SA

Upptaka af 90 mínútna kosningafundi Viðskiptaráðs Íslands og Samtaka atvinnulífsins með leiðtogum stjórnmálaflokkanna er nú aðgengileg á YouTube rás Viðskiptaráðs Íslands. Fulltrúar stjórmálaflokka sem sæti áttu á Alþingi eða mældust með yfir 5% fylgi í skoðanakönnunum tóku þátt.

Fundurinn skiptist í tvo hluta og var stýrt af Kristjáni Kristjánssyni, fréttamanni.

  • Fyrri hlutinn fjallar um drifkrafta bættra lífskjara. Lífskjör hafa batnað hratt hérlendis, en framleiðni er ennþá lág. Ný störf hafa einkum skapast í ferðaþjónustu, sem er nú orðin langstærsta útflutningsgreinin. Háskólastigið er hins vegar áhyggjuefni því lágt hlutfall nemenda lærir raungreinar og fjármagn er minna en á öðrum Norðurlöndum. Þá hefur skattlagning fyrirtækja færst í aukana.
  • Seinni hlutinn fjallar um umgjörð atvinnulífsins. Ríkisskuldir hafa dregist saman en eru ennþá háar í sögulegu samhengi. Öldrun þjóðarinnar mun þrýsta á aukin opinber útgjöld en þrátt fyrir það lofa stjórnmálaflokkarnir um 190 ma. kr. í viðbótarútgjöld. Þá hafa miklar launahækkanir leitt til þess að raunlaun eru nú komin fram úr framleiðni. Þetta endurspeglar vanda á vinnumarkaði, sem m.a. lýsir sér í miklum fjölda kjarasamninga miðað við höfðatölu. Ein afleiðinga óstöðugleikans eru hærri og sveiflukenndari vextir sem fyrirtækin búa við.

Fulltrúar stjórnarflokka sem tóku þátt: Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins og utanríkisráðherra, Smári McCarthy, frambjóðandi Pírata og Þorsteinn Víglundsson, frambjóðandi Viðreisnar.

Líflegar umræður spruttu fram, málefnalegar og upplýsandi í senn.

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024