Þann 8. ágúst var tekið í notkun rafrænt umsóknarkerfi um upprunavottorð til þess að bæta þjónustu og auka rekjanleika vottorða samkvæmt reglum Alþjóða viðskiptaráðsins. Vakin er athygli á því að frá og með deginum í dag verður einungis tekið við umsóknum um upprunavottorð í gegnum rafrænt umsóknarkerfi sem nálgast má hér. Til þess að fá aðgang eru notendur beðnir um að senda skannaðan stimpil fyrirtækis og undirskrift notanda á móttöku Viðskiptaráðs.
Nánari upplýsingar veitir Hulda Sigurjónsdóttir.