Viðskiptaráð Íslands

Wal van Lierop aðalræðumaður Viðskiptaþings 2017

Wal van Lierop er aðalræðumaður Viðskiptaþings 2017 sem ber yfirskriftina Börn náttúrunnar: framtíð auðlindagreina á Íslandi. Wal er framtaksfjárfestir sem leggur sérstaka áherslu á auðlindageirann. Hann býr yfir fjölbreyttri alþjóðlegri reynslu sem forstjóri, ráðgjafi og fræðimaður. Wal er einn stofnenda Chrysalix sem er kanadískur nýsköpunarsjóður á sviðum nýrra tæknilausna og auðlindanýtingar. Nánar um starfsferil og reynslu Wal má lesa hér.

Opnað hefur verið fyrir skráningar á þingið hér að neðan svo taka megi frá sæti. Nánari dagskrá verður birt bráðlega en þingið stendur yfir frá kl. 13.00-17.00 þann 9. febrúar og fer fram á Hilton Reykjavik Nordica.

#viðskiptaþing

Skráning á Viðskiptaþing 2017


Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024