Viðskiptaþing 2017 verður haldið þann 9. febrúar næstkomandi frá kl. 13.00-17.00 á Hilton Reykjavik Nordica. Yfirskrift þingsins er „Börn náttúrunnar: framtíð auðlindagreina á Íslandi“.
Mikil aðsókn er á Viðskiptaþing og er nú orðið uppselt þegar tvær vikur eru í viðburðinn. Tekið er við skráningum á biðlista og við afskráningu fær efsti aðili á biðlista úthlutað sæti á þinginu.
Náttúruauðlindir Íslands eru undirstaða verðmætasköpunar í hagkerfinu og byggja í dag á sjávarútvegi, orkunýtingu og ferðaþjónustu. Þennan hluta hagkerfisins skilgreindi McKinsey skýrslan sem auðlindageirann. Auðlindageirinn er jafnframt uppspretta nýsköpunar og hugvitsdrifins útflutnings. Sjálfbær nýting náttúruauðlinda er ein forsenda þess að hagvöxtur sé ekki tekinn að láni. Takmarkað eðli náttúruauðlinda setur vexti þessara atvinnugreina skorður en með tækniframförum og nýrri þekkingu koma ótal tækifæri og drifkraftar aukinnar framleiðni. Á Viðskiptaþingi 2017 verður fjallað um framtíð auðlindagreina á Íslandi, sjálfbæra nýtingu auðlinda og tækniframfarir þeim til stuðnings.
__________
Wal van Lierop er aðalræðumaður Viðskiptaþings 2017.
Wal er framtaksfjárfestir (e. venture capitalist) sem leggur sérstaka áherslu á auðlindageirann. Hann býr yfir fjölbreyttri alþjóðlegri reynslu sem forstjóri, ráðgjafi og fræðimaður. Wal er einn stofnenda Chrysalix sem er kanadískur nýsköpunarsjóður á sviðum nýrra sjálfbærra tæknilausna og auðlindanýtingar.
Nánar um starfsferil og reynslu Wal má lesa hér
_________
RÆÐA FORMANNS VIÐSKIPTARÁÐS
Katrín Olga Jóhannesdóttir, stjórnarformaður JÁ hf.
THE ICELAND OPPORTUNITY
Wal van Lierop, forstjóri Chrysalix
KAFFIHLÉ
RÆÐA FORSÆTISRÁÐHERRA
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra
FRAMTÍÐ AUÐLINDAGREINA Á ÍSLANDI: ÖRMYNDBÖND OG ERINDI
Helgi Anton Eiríksson, forstjóri Iceland Seafood
Dagný Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Bláa lónsins
Gísli Hauksson, forstjóri GAMMA
PALLBORÐSUMRÆÐUR
Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
MÓTTAKA
Ljúfir tónar og léttar veitingar
FUNDARSTJÓRI: Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
#viðskiptaþing
Verð | |
---|---|
Aðildarfélagar (ef 3 eða fleiri gestir) | 13.900 kr. |
Aðildarfélagar (ef 1-2 gestir) | 15.900 kr. |
Almennt gjald | 23.900 kr. |