Viðskiptaráð Íslands

Opnunartími skrifstofu 9. og 10. febrúar

Fimmtudaginn 9. febrúar fer fram árlegt Viðskiptaþing á Hilton Reykjavík Nordica kl. 13.00-17.00 og af þeim sökum verður skrifstofa Viðskiptaráðs opin frá kl. 9.00 til 12.00. Skrifstofa ráðsins opnar kl. 10.00 föstudaginn 10. febrúar.

Yfirskrift þingsins er „Börn náttúrunnar: framtíð auðlindagreina á Íslandi.“ Dagskráin er afar glæsileg og koma þátttakendur úr ýmsum áttum. Efnistök þingsins lúta að auðlindageiranum sem er undirstaða verðmætasköpunar í hagkerfinu. Auðlindagreinar Íslands samanstanda af orkunýtingu, sjávarútvegi og ferðaþjónustu. Þær mynda undirstöðu góðra lífsskilyrða á Íslandi og eru jafnframt uppspretta nýrra hugmynda og verðmæta. Á Viðskiptaþingi 2017 verður fjallað um sjálfbæra nýtingu þessara auðlinda og tækifærin sem greinarnar standa frammi fyrir vegna umsvifamikilla breytinga á alþjóðavísu.

Mikil aðsókn er á Viðskiptaþing og er nú þegar orðið uppselt. Tekið er við skráningum á biðlista og ef afskráning á sér stað fær efsti aðili á biðlista úthlutuðu sæti á þinginu.

Skráning á biðlista

Tengt efni

Þessi koma fram á Viðskiptaþingi 2026

Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, Magnús Scheving, Birna Ósk Einarsdóttir, …
23. janúar 2026

Verðbólgan heimatilbúinn vandi

Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, var gestur í …
20. janúar 2026

Einfalda megi skattkerfið

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, fullyrti að einfalda …
16. janúar 2026