Viðskiptaráð Íslands

Hvað þarf hið opinbera marga tekjustofna?

Samkvæmt fjárlagafrumvarpi eru tekjustofnar ríkisins eftirfarandi: Virðisaukaskattur. Tekjuskattur einstaklinga og staðgreiðsla. Tekjuskattur lögaðila. Almennt tryggingagjald. Fjármagnstekjuskattur. Atvinnutryggingagjald. Áfengisgjald. Þjónusta. Olíugjald. Gjald í fæðingarorlofssjóð. Gjald á bankastarfsemi. Bifreiðagjald. Sérstakt vörugjald af blýlausu bensíni. Vörugjald af ökutækjum. Veiðigjald fyrir veiðiheimildir. Kolefnisgjald. Ýmsar tekjur. Tóbaksgjald. Vörusala. Stimpilgjald. Gjald til jöfnunar og lækkunar á örorkubyrði lífeyrissjóða. Erfðafjárskattur. Gjald vegna Ríkisútvarpsins ohf. Almennt vörugjald af bensíni. Dráttarvextir af sköttum á tekjur og hagnað. Sérstakur fjársýsluskattur. Skilagjald og umsýsluþóknun á einnota umbúðir. Almennur fjársýsluskattur. Tollar og önnur aðflutningsgjöld. Ofanflóðasjóðsgjald. Gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra. Gjaldtaka á ferðamenn. Eftirlitsgjald Fjármálaeftirlitsins. Úrvinnslugjald. Innritunargjöld í háskóla og framhaldsskóla. Kílómetragjald af ökutækjum. Gistináttaskattur. Urðunarskattur. Skráningargjöld fyrirtækja. Jöfnunargjald vegna dreifingar raforku. Sala á heimildum til losunar gróðurhúsalofttegunda. Markaðsgjald. Ábyrgðargjald vegna launa. Dómsmálagjöld og gjöld fyrir embættisverk sýslumanna. Fasteignamatsgjald. Gjöld fyrir aðgang að skrám. Vörugjöld af rafmagni og heitu vatni. Byggingaröryggisgjald. Skipulagsgjald. Flutningsjöfnunargjald á olíuvörur. Gjald á flúoraðar gróðurhúsalofttegundir. Þinglýsingar. Gjald á lánastofnanir til umboðsmanns skuldara. Brunabótamatsgjald. Leyfis- og árgjöld Póst- og fjarskiptastofnunar. Umferðaröryggisgjald. Slysatryggingagjald vegna sjómanna. Gjaldtaka vegna fiskeldis. Ríkisábyrgðargjald og áhættugjald vegna ríkisábyrgða. Lyfjaeftirlitsgjald. Gjald í stofnverndarsjóð. Skoðunargjöld Vinnueftirlits ríkisins. Heilbrigðiseftirlitsgjald með sláturafurðum. Markaðsleyfi sér-, samhliða- og náttúrulyfja. Eftirlit dýralækna. Gjöld fyrir einkaleyfi, vörumerki og hönnunarvernd. Göngudeildargjöld. Tollafgreiðslugjald. Árgjöld vegna framhaldsvottunar og eftirlits. Gjald vegna skráningarmerkja ökutækja. Afgreiðslugjöld skipa. Brunavarnagjald. Gjald af eftirlitsskyldum rafföngum á markaði. Gjald vegna yfireftirlits og úrtaksskoðana á rafveitum. Lendingargjöld og flugvallaskattar. Gjald fyrir úthlutuð símanúmer til fjarskiptafélaga. Jöfnunargjald vegna alþjónustu fjarskipta. Gjald vegna útgáfu lofthæfisskírteina. Skráningargjald vegna vinnuvéla. Vitagjald. Leyfisgjald leigubifreiða. Árgjald vegna tilkynningaskyldu skipa. Skráningargjald nýrra fasteigna í fasteignaskrá.

Yfir til sveitarfélaga

Og úr fjárhagsáætlunum sveitarfélaga má finna eftirfarandi: Útsvar. Fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði. Fasteignaskattar á opinberar stofnanir. Fasteignaskattar á íbúðarhúsnæði. Lóðarleiga. Sorphirðugjöld. Gjald vegna endurvinnslustöðva. Holræsagjald. Vatnsgjald. Leikskólagjöld. Bílastæðagjöld. Stöðusektir. Gatnagerðargjöld. Byggingaréttargjöld. Skoðunargjöld vegna yfirlesturs eignaskiptayfirlýsingar. Skoðunargjöld vegna yfirferðar raflagnauppdrátta. Tengigjöld. Byggingarleyfisgjöld. Gjöld vegna útgáfu vottorða. Gjöld vegna yfirferða og samþykktar séruppdrátta. Mengunar- og heilbrigðiseftirlitsgjöld. Afgreiðslugjöld skipulagsfulltrúa. Gjöld vegna framkvæmdaleyfa. Skráningargjald hunda. Handsömunargjald hunda. Eftirlitsgjald hunda. Teikningagjöld. Gjöld vegna meindýravarna. Mælingagjöld. Handsömunargjald hesta. Gjald fyrir áfangaúttekt. Gjald fyrir stöðuúttekt. Gjald fyrir lokaúttekt. Úrtaksskoðunargjald fyrir áfangaúttekt. Úttektargjald byggingarstjóraskipta. Íbúðarskoðunargjald.

Hér er sennilega ekki um tæmandi lista að ræða en maður veltir fyrir sér hvort hið opinbera þurfi virkilega alla þessa gjaldstofna? Mætti ekki fella niður einhverja þeirra og vonandi þar með einfalda og auka skilvirkni í kerfinu.

Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri VIðskiptaráðs Íslands

Greinin birtist fyrst í Viðskiptamogganum 14. nóvember 2019

Tengt efni

23 ár af skýrslum og starfshópum

Ekki er þörf á fleiri starfshópum eða skýrslum til að greina augljósa galla við …
4. september 2024

Eftirlitsmisskilningur Þórunnar

Viðskiptaráð leggur fram tíu tillögur sem lækka kostnað vegna eftirlits án þess …
31. ágúst 2024

Ólympíuleikar í loftslagmálum

"Ísland er ekki lítið land. Ísland er stórasta land í heimi," sagði Dorrit …
21. ágúst 2024