Viðskiptaráð Íslands

Viðskiptaþing 2022

Eftir ríflega tveggja ára bið snýr Viðskiptaþing aftur. Þingið verður haldið föstudaginn 20. maí á Hilton Reykjavík Nordica. Húsið verður opnað kl. 13:00 og dagskrá hefst kl. 13:30. Uppselt er á viðburðinn.

Á Viðskiptaþingi ársins verður sjónum beint að vinnumarkaðnum, vinnustöðum og þeim miklu breytingum sem virðast vera að eiga sér stað. Þessi áhersla er ekki úr lausu lofti gripin en kannanir McKinsey og fleiri benda til þess að mun fleiri hugsi sér til hreyfings en áður hefur sést, hvort sem litið er til Evrópu eða Bandaríkjanna. Á sama tíma telja yfir 40% stjórnenda í 400 stærstu fyrirtækjum hér á landi að skortur verði á vinnuafli á næstunni. Allt þetta og meira til felur í sér ýmsar áskoranir en um leið fjölmörg tækifæri sé vel haldið á spöðunum.

Viðskiptaþing mun horfa til vinnustaðanna sjálfra, starfsfólksins, starfsmannaveltunnar og viðhorfs stjórnenda. Þurfum við að nálgast mannauðsmál á nýjan hátt? Hefur kannski aldrei verið mikilvægara að það sé gaman í vinnunni?

Dagskrá þingsins

Aðalfyrirlesari þingsins verður Dr. Alan Watkins, eigandi ráðgjafafyrirtækisins Complete Coherence. Um allan heim starfar fjöldi ráðgjafa eftir aðferðafræði Watkins en hann er læknir og sérfræðingur í taugavísindum sem yfirgaf heilbrigðisgeirann fyrir 25 árum og gerðist stjórnendaþjálfari. Hann hefur þjálfað leiðtoga í fyrirtækjum, stjórnmálamenn úr öllu litrófi stjórnmálanna, sem og afreksíþróttafólk. Meðal viðskiptavina hans eru Unilever, Reuters, Deloitte, KPMG, Boots, Santander og Virgin Media, svo nokkur stórfyrirtæki séu nefnd.

Miðaverð

  • Almennt miðaverð: 27.400 kr.
  • Aðildarfélagar Viðskiptaráðs (ef 1-2 gestir): 18.900 kr.
  • Aðildarfélagar Viðskiptaráðs (ef 3+ gestir): 16.900 kr.

Viðskiptaráð Íslands hefur staðið fyrir Viðskiptaþingi frá árinu 1975. Þingið er ein fjölsóttasta samkoma íslensks viðskiptalífs.

Tengt efni

Viðskiptaþing 2025

Viðskiptaþing 2025 fer fram 13. febrúar 2025. Viðburðinn fer fram í …
13. febrúar 2025

Kosningafundur 2024

Kosningafundur Viðskiptaráðs verður haldinn í Hörpu miðvikudaginn 13. nóvember …
13. nóvember 2024

Samkeppnishæfni Íslands 2024

Morgunfundur um niðurstöður nýrrar úttektar IMD á samkeppnishæfni Íslands í …
20. júní 2024