Viðskiptaráð Íslands

Fasteignamat og skattar - Hvað þurfa sveitarfélögin að gera?

Fasteignamat ársins 2023 hækkar um tæp 20% frá fyrra ári. Hvað þarf hvert sveitarfélag að lækka álagningarhlutfall mikið til að koma til móts við fasteignaeigendur án þess að tekjur þess dragist saman?

Þann 1. júní sl. birti Þjóðskrá endurreiknað fasteignamat fyrir árið 2023 og kom í ljós að fasteignamat hækkaði um 19,9% á landinu öllu. Þessar hækkanir verða fasteignaeigendum dýrar ef sveitarfélögin lækka ekki álagningarhlutföll fasteignaskatta.

Fulltrúar fáeinna sveitarfélaga hafa gefið það út að þau muni lækka hlutföllin til þess að koma til móts við íbúa og fyrirtæki. Sum sveitarfélögin hyggjast lækka álagningarhlutfallið þannig að fasteignaskattar hækki ekki umfram verðlag.

a45d7f80-0ba8-4601-ad2e-26f3657203fa

Tengt efni

Tvær af hverjum þremur loftslagsaðgerðum hafa neikvæð efnahagsleg áhrif

Viðskiptaráð hefur metið efnahagsleg áhrif 150 loftslagsaðgerða stjórnvalda. …
18. september 2024

Allt að 43% lægra matvöruverð án tolla

Afnám tolla myndi lækka verð á matvörum um allt að 43%. Þetta kemur fram í nýrri …
8. ágúst 2024

Hvernig stóð ríkisstjórnin sig í vetur?

Viðskiptaráð hefur gert úttekt á efnahagslegum áhrifum þingmála …
4. júlí 2024