Viðskiptaráð Íslands

Sjónarmið Viðskiptaráðs: Bætt fjárfestingarumhverfi lykill að afnámi hafta

Ráðast þarf í umbætur á innlendu fjárfestingarumhverfi til þess að afnám hafta verði auðveldara þegar þar að kemur. Það má gera með því að draga úr hindrunum, bæta fjárfestingarumhverfið og fjölga fjárfestingarkostum.

Stærsta áskorunin við afnámið er snjóhengjan, það fjármagn sem gæti streymt úr landi þegar færi gefst. Takist að skapa traust á íslensku fjárfestingarumhverfi má lágmarka þennan vanda. Þannig má draga úr útstreymi fjármagns við afnám hafta og auka flæði nýs fjármagns inn í landið.

Hér má nálgast Sjónarmið ráðsins

Þar kemur m.a. eftirfarandi fram:

  • Ísland hefur lokað á fjárfestingar erlendra aðila á fjölmörgum sviðum atvinnulífsins og gert þeim erfitt fyrir á ýmsa vegu
  • Alþjóðasamningar sem liðkað geta fyrir fjárfestingu milli landa eru fáir hérlendis
  • Ekki hefur verið gætt að því að haga hér regluverki og skattkerfi með þeim hætti að umhverfi fjárfestingar hérlendis sé með sem hagfelldustum hætti
  • Fjölga má fjárfestingarkostum hérlendis, m.a. með breytingu á eignarhaldi innlendra fjármálafyrirtækja og auknum möguleikum einkaaðila til að fjárfesta í framkvæmdum fyrir hið opinbera

Erlend fjárfesting mun leika stórt hlutverk í þeirri atburðarrás sem fer af stað við afnám hafta. Þar er lykilatriði að búið hafi verið um hnútana þannig að skilyrði til fjárfestingar séu sem best hérlendis. Það mun draga úr útstreymi fjármagns, styðja við gengi krónunnar og hjálpa við fjármögnun verkefna sem styðja við hagvöxt hérlendis á komandi árum.

Hér má nálgast Sjónarmið ráðsins

* Sjónarmið er nýtt miðlunarform Viðskiptaráðs Íslands sem greinir frá viðfangsefnum á afmarkaðari hátt og með annarri framsetningu heldur en venjan er í útgefnum skoðunum.

Tengt efni

Samkeppnishæfni Íslands minnkar á milli ára

Ísland fellur um eitt sæti milli ára í samkeppnishæfni og situr í 17. sæti af 67 …
20. júní 2024

Kynning á samkeppnishæfniúttekt IMD 2023

Kynning Viðskiptaráðs á niðurstöðum samkeppnishæfniúttektar IMD háskóla

Með skilvirkt skattkerfi að leiðarljósi

Erindi Öglu Eirar Vilhjálmsdóttur, lögfræðings Viðskiptaráðs, á Skattadeginum …
19. janúar 2022