Ráðast þarf í umbætur á innlendu fjárfestingarumhverfi til þess að afnám hafta verði auðveldara þegar þar að kemur. Það má gera með því að draga úr hindrunum, bæta fjárfestingarumhverfið og fjölga fjárfestingarkostum.
Stærsta áskorunin við afnámið er snjóhengjan, það fjármagn sem gæti streymt úr landi þegar færi gefst. Takist að skapa traust á íslensku fjárfestingarumhverfi má lágmarka þennan vanda. Þannig má draga úr útstreymi fjármagns við afnám hafta og auka flæði nýs fjármagns inn í landið.
Hér má nálgast Sjónarmið ráðsins
Þar kemur m.a. eftirfarandi fram:
Erlend fjárfesting mun leika stórt hlutverk í þeirri atburðarrás sem fer af stað við afnám hafta. Þar er lykilatriði að búið hafi verið um hnútana þannig að skilyrði til fjárfestingar séu sem best hérlendis. Það mun draga úr útstreymi fjármagns, styðja við gengi krónunnar og hjálpa við fjármögnun verkefna sem styðja við hagvöxt hérlendis á komandi árum.
Hér má nálgast Sjónarmið ráðsins
* Sjónarmið er nýtt miðlunarform Viðskiptaráðs Íslands sem greinir frá viðfangsefnum á afmarkaðari hátt og með annarri framsetningu heldur en venjan er í útgefnum skoðunum.