Viðskiptaráð Íslands

Jákvæð þingsályktun um nýfjárfestingar

Viðskiptaráð hefur skilað umsögn vegna þingsályktunartillögu um stefnu um nýfjárfestingar. Með tillögunni er ályktað að efla skuli nýfjárfestingar í íslensku atvinnulífi og samkeppnishæfni Íslands á sviði nýfjárfestinga.

Umsögnina má í heild sinni nálgast hér

Í umsögninni kemur eftirfarandi fram:

  • Eigi Íslendingar að njóta batnandi lífskjara á komandi árum þurfa fyrirtæki í alþjóðageiranum að vaxa umtalsvert. Íslenskur markaður er afar smár í alþjóðlegum samanburði og því takmörkuð tækifæri til vaxtar innanlands. Tók Viðskiptaráð því sérstaklega undir með efni tillögunnar hvað varðar mikilvægi þess að alþjóðageiranum séu sköpuð hagfelld skilyrði.
  • Bein erlend fjárfesting hefur verið mun lægri hérlendis en á öðrum Norðurlöndum undanfarna áratugi. Því eru sóknarfæri til staðar þegar kemur að fjárfestingu í íslensku atvinnulífi.
  • Mikilvægt er að stjórnvöld þekki mörk sín og einbeti sér að því að skapa hagfelld almenn skilyrði fyrir fjárfestingu í öllum atvinnugreinum í stað þess að veita tilteknum atvinnugreinum eða fyrirtækjum forskot umfram aðra.
  • Lagði Viðskiptaráð fram tillögur til aðgerða sem ráðið telur vera til þess fallnar að styrkja forsendur nýfjárfestingar hérlendis.

Viðskiptaráð fagnar tillögunni og tekur undir hana að mestu leyti enda telur ráðið brýnt að bæta innlent fjárfestingarumhverfi.

Tengt efni

Dregið úr stuðningi við nýsköpun

Nýir og hærri skattar eru lagðir til í bandorminum svokallaða, sem eru …
22. október 2024

Afnema ætti ríkiseinokun og auglýsingabann

Íslensk áfengislöggjöf mismunar innlendum fyrirtækjum samanborið við erlend …
15. október 2024

Missum ekki sjónar á hagsmunum neytenda

Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til að missa ekki sjónar á því að hagur neytenda …
10. október 2024