13. janúar 2015
Kynning Frosta Ólafssonar, framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs, á Skattadeginum 2015 fjallar um aukið umfang og ógagnsæi skattstofna sveitarfélaga, þar á meðal útsvar, fasteignaskatta og Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
Kynninguna má nálgast hér
Í kynningunni kemur m.a. eftirfarandi fram:
- Hækkun útsvars, fasteignagjalda og framlaga til jöfnunarsjóðs hefur leitt til vaxandi hlutdeildar og umfangs sveitastjórnarstigsins í skattheimtu hérlendis
- Stærstu tekjustofnar sveitarfélaganna eru ógagnsæir og torvelda skattgreiðendum að veita nauðsynlegt aðhald
- Skortur á gagnsæi leiðir til vöntunar á gagnrýnni umræðu og aðhaldi gagnvart skattheimtu sveitarfélaga
- Aukið gagnsæi skattstofna myndi styrkja forsendur fyrir virku aðhaldi frá skattgreiðendum
- Samhliða auknu gagnsæi þarf að veita sveitarfélögum aukinn sveigjanleika um skattstefnu
- Lykilforsenda slíks sveigjanleika er öflugra sveitastjórnarstig. Til að það verði að raunveruleika þarf að koma til sameininga sveitarfélaga með kvöð um lágmark íbúafjölda