Viðskiptaráð Íslands

Samkeppnishæfni Íslands árið 2014

Á fundi Viðskiptaráðs og VÍB um úttekt IMD á samkeppnishæfni Íslands kynnti Björn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, helstu niðurstöður úttektarinnar. 

Kynningu á niðurstöðum úttektarinnar má finna hér

Samkeppnishæfni hvers ríkis er metin út frá samsettri einkunn sem skiptist í fjóra meginþætti: efnahagslega frammistöðu, skilvirkni hins opinbera, skilvirkni atvinnulífs og samfélagslega innviði. Ísland færist upp um fjögur sæti á listanum, úr 29. sæti á árinu 2013 og situr nú í 25. sæti.

Bandaríkin tróna á toppi listans og á eftir koma Sviss, Singapúr, Hong Kong, Svíþjóð, Þýskaland og Kanada. Þess má geta að Danmörk er í 9. sæti, Noregur í 10. sæti og Finnland í 18. sæti og stendur Ísland því enn hinum Norðurlöndunum að baki, en þokast þó upp á við á listanum.

Útsendingu frá fundinum má finna á vef VÍB.

Tengt efni

Samkeppnishæfni Íslands minnkar á milli ára

Ísland fellur um eitt sæti milli ára í samkeppnishæfni og situr í 17. sæti af 67 …
20. júní 2024

Kynning á samkeppnishæfniúttekt IMD 2023

Kynning Viðskiptaráðs á niðurstöðum samkeppnishæfniúttektar IMD háskóla

Með skilvirkt skattkerfi að leiðarljósi

Erindi Öglu Eirar Vilhjálmsdóttur, lögfræðings Viðskiptaráðs, á Skattadeginum …
19. janúar 2022