Staðsetning: Harpa, Flói á 1. hæð
Tímasetning: Fimmtudaginn 22. maí kl. 09:00 - 10:30
Auðkenni fundarins: #VIBsamkeppni
VÍB og Viðskiptaráð Íslands boða til fundar þar sem niðurstöður úttektar IMD um samkeppnishæfni Íslands í alþjóðlegum samanburði verða kynntar og ræddar.
Dagskrá:
Opnunarerindi: Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra
Niðurstaða úttektar IMD: Björn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs
Um samkeppnishæfni Íslands: Hrafn Árnason, forstöðumaður stýringar eigna hjá Íslandssjóðum
Pallborðsumræður verða um úttektina og samkeppnishæfni Íslands og
þátttakendur eru:
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar
Katrín Olga Jóhannesdóttir, stjórnarformaður Já
Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands
Sigríður Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands
Fundarstjóri er Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri fræðslu og viðskiptaþróunar VÍB.
Boðið verður upp á léttar morgunveitingar og ekki þarf að greiða fyrir bílastæði í Hörpu meðan á fundi stendur.