Niðurstaða úttektar IMD viðskiptaháskólans á samkeppnishæfni þjóða var kynnt á fundi í Hörpu í dag. Ísland hækkar um eitt sæti á listanum og situr nú í 24. sæti. Ísland stendur vel að vígi hvað samfélagslega innviði varðar en efnahagsleg frammistaða er lakari.
Fimm stærstu viðfangsefni Íslands voru útlistuð, en úrlausn þeirra ræður miklu um útkomuna að ári liðnu. Stærstu viðfangsefnin eru vinnumarkaðsdeilur, afnám hafta og mótun peningastefnu, efnahagslegur stöðugleiki, opinber skuldastaða og opnun alþjóðaviðskipta. Til þess að ná betri árangri þarf að beita stefnumótun á aðgerðir sem vilji er til að ráðast í. Það að hafa tiltrú á verkefnunum skiptir einnig miklu máli og Íslendingar þurfa að halda áfram á sömu braut.
Björn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, fór yfir niðurstöðurnar og kynningu hans má nálgast hér.
Upptöku frá fundinum má sjá hér